Austurnet er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur innanborðs vel menntaða hugbúnaðarsérfræðinga með langa reynslu í ráðgjöf og þróun hugbúnaðar. Við erum staðsett í miðbæ Egilsstaða og þjónustum stóra sem smáa aðila.
Við forritum, hönnum og hýsum vefsíður og veitum ráðgjöf í öllu sem viðkemur tölvum og hugbúnaði. Öll verkefni í okkar eigu eru ávallt rekin með sjálfbærni í huga.