Fyrstu hugbúnaðaverkefnin fyrir AFL hófust upp úr árinu 2007 með litlu sharepoint verkefni. Árin liðu og fleiri verkefni fylgdu í kjölfarið. Nú höfum við útfært stóran hluta af hugbúnaði verkalýðsfélagsins. Þetta eru hugbúnaðarlausnir eins og til dæmis félagakerfi, orlofskerfi, skilagreinakerfi, styrkja- og dagpeningakerfi, öryggiskerfi, vefverslun, könnunarkerfi og margt fleira. Samstarfið er reist á mjög traustum grunni og hefur alla tíð verið farsælt.