Skip to main content

Hugbúnaðargerð

Í hverju stóru forriti er lítið forrit að reyna að sleppa út

Sérsmíði

Austurnet hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar, bæði fyrir miðlara og vinnustöðvar. Við höfum komið að gerð margra stórra upplýsingakerfa frá grunni þar sem samþáttun ólíkra kerfa er lykillinn að árangri. Sérstaklega hefur byggst upp mikil reynsla í þróun lausna fyrir þjónustuvefi, sölukerfi og gagnagrunnskerfi af ýmsu tagi.

Mörg undanfarin ár hefur mesta áherslan verið á þróun lausna fyrir Microsoft og .NET umhverfi. Sérstaklega ASP.NET MVC, C# og nú síðast HTML5, ásamt CSS3, Bootstrap og jQuery. Gagnagrunnar af ýmsu tagi hafa verið mikilvægur þáttur í lausnum Austurnets í gegnum árin, einkum MS SQL, MySQL og Firebird SQL.

Styrkleiki okkar liggur í áratugareynslu starfsmanna og fjölbreytilegra verkefna. Frá því að fyrirtækið Austurnet var stofnað höfum við einbeitt okkur að hönnun sérhæfðra hugbúnaðarlausna fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Við höfum sýnt að sérsniðin kerfi geta sparað stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum miklar fjárhæðir.

Við gerum ýmislegt

Veflausnir

Flestar af okkar hugbúnaðarlausnum eru útfærðar í .NET rammanum með MVC síðum. Í gegn um árin hefur þörf aukist að útfæra viðmót á ýmsu hugbúnaðarlausnum með HTML5 staðlinum. Stýrikerfi eins og Windows, MacOS, Linux, Android og fleiri, hafa öll innbyggðan stuðning við HTML5 staðalinn og því vel við hæfi að útfæra hugbúnað þar.

Greiðslukerfi

Við höfum skrifað tengingar við greiðslugáttir, til dæmis B2B gátt Landsbankans sem gerir kúnnum okkar kleift að stofna kröfur á sína kúnna beint úr sínum kerfum. Samskipti við kröfukerfin geta verið unnin af notanda í gegn um viðmót eða af miðlægu vefþjóni sem keyrir sjálfstæðan þráð. Einnig höfum við útfært skil fyrir tenginar við greiðslugáttir, til dæmis til Borgunar, til að kúnnar geti unnið með kortagreiðslur.

Samkeyrslur milli kerfa

Við höfum mikla reynslu í samkeyrslum á milli kerfa. Oftast eru þær lausnir útfærðar með vefþjónustum, bakvinnslum/service og tasks í windows stýrikerfum. Slíkar lausnir eru þó ávalt sniðnar að því umhverfi sem kúnninn er að nota hverju sinni. Við höfum skrifað mikið af samkeyrslum milli okkar eigin vefkerfa, Sharepoint, OneSystems, Dynamics NAV og IXP öryggiskerfis sem dæmi.

Nokkur af okkar helstu .NET verkefnum

Vogarafl

Alhliða hugbúnaðalausn fyrir verkalýðsfélag

Fyrstu hugbúnaðaverkefnin fyrir AFL hófust upp úr árinu 2007 með litlu sharepoint verkefni. Árin liðu og fleiri verkefni fylgdu í kjölfarið. Nú höfum við útfært stóran hluta af hugbúnaði verkalýðsfélagsins. Þetta eru hugbúnaðarlausnir eins og til dæmis félagakerfi, orlofskerfi, skilagreinakerfi, styrkja- og dagpeningakerfi, öryggiskerfi, vefverslun, könnunarkerfi og margt fleira. Samstarfið er reist á mjög traustum grunni og hefur alla tíð verið farsælt.

MIS kerfið

Umsýsla birgða á álverssvæði

Árið 2013 hófum við samstarf við Alcoa þar sem til okkar var leitað með útfærslu á veflausn sem byggir á gagnagrunni birgða og varahluta á álverssvæðinu. Í gegn um árin hefur kerfið stækkað þar sem þarfir kerfisins hafa aukist. Í dag birtir það ekki bara myndræna framsetningu einstakra varahluta heldur einnig hinar ýmsu framsetningar og gröf á bókhaldsgögnum úr innkaupakerfinu. Alcoa hefur nú samþykkt MIS kerfið sem hluta af alþjóðlegum staðli þeirra og hefur kerfið nú þegar verið sett upp á álverinu á Reyðarfirði, tveimur álverum í Noregi, Spáni og Kanada.

Birgjagáttin

Umsýsla birgja á álverssvæði

Árið 2015 útfærðum við veflausn sem sér um nýskráningar allra birgja Fjarðaáls. Allir birgjar sem ætla að starfa á álverssvæðinu, eða eiga viðskipti við Fjarðaál, þurfa að skrá sig í Birgjagáttinni. Þar fylla tilvonandi birgjar út staðlað spurnarform þar sem farið er yfir ýmis málefni fyrirtækja er varða öryggismál, rekstur og annað slíkt.