Hugbúnaðarhús & Hýsing
Austurnet
þekking – reynsla – þjónusta
Hvað er Austurnet?
Hugbúnaður & Hýsing
Austurnet er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur innanborðs vel menntaða hugbúnaðarsérfræðinga með langa reynslu í ráðgjöf og þróun hugbúnaðar. Við erum staðsett í miðbæ Egilsstaða og þjónustum stóra sem smáa aðila.
Við forritum, hönnum og hýsum vefsíður og veitum ráðgjöf í öllu sem viðkemur tölvum og hugbúnaði. Öll verkefni í okkar eigu eru ávallt rekin með sjálfbærni í huga.
Hvað gerum við?
Hugbúnaðagerð
Við búum yfir reynslu í hugbúnaðargerð af ýmsu tagi. .NET lausnir sem tala við gagnagrunna, vefþjónustur og önnur kerfi eru meðal okkar verkefna.
Hýsingarþjónusta
Við bjóðum upp á hýsingu á vefsíðum á vefþjóni í okkar eigu sem hýstur er í viðurkenndum hýsingarsal. Dæmi um kerfi í okkar hýsingu eru Joomla og Wordpress kerfi ásamt IIS vefþjóni.
Vefumsjón
Joomla vefumsjónarkerfið er eitt af útbreiddustu vefumsjónarkerfum heims. Joomla-kerfið er ókeypis og opið öllum sem það vilja nota, en ýmsar viðbætur er svo til sölu á netinu.
Ráðgjöf
Höfum veitt ráðgjöf í ýmsu málefnum er tengjast upplýsingatækni. Höfum veitt sveitarfélögum ráðgjöf í innkaupum á vörum og þjónustum ásamt kostnaðaráætlun ljósleiðar svo dæmi séu tekin.
Kennsla
Austurnet hefur sinnt kennslu í forritun í Menntaskólanum á Egilsstöðum ásamt kennslu í Stóriðjuskólanum. Austurnet er í samstarfi við Austurbrú um kennslu í forritun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Austurnet hefur einnig reynslu af námskeiðum á borð við vefsíðugerð og Office pakkann frá Microsoft
Margmiðlun og Grafík
Við aðstoðum einstakinga og fyrirtæki við að skara fram úr á stafrænum og prent miðlum með því að greina hvað hentar og sérsníða efni fyrir hvern og einn.
Er eitthvað sem við getum hjálpað þér með?
Við leggjum okkur fram við að veita heilstæða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Vanti þig hugbúnaðalausn eða ráðgjöf um hugbúnað, eða vilt einfaldlega kanna málið, þá erum við tilbúin að hitta þig þér að kostnaðarlausu.